Inngangur
Velkomin til Karró! Þessir notkunarskilmálar gilda um notkun þína á vefsíðu okkar og þjónustu. Með því að nota þjónustu okkar samþykkir þú þessa skilmála.
Karró er rekið af Novamedia ehf. (kt. 540606-2260) og býður upp á WordPress og WooCommerce lausnir í áskrift.
Síðast uppfært: 22.6.2025
Þjónustulýsing
Karró veitir eftirfarandi þjónustu:
- WordPress og WooCommerce vefkerfi í áskrift
- Vefhýsing og tæknilegan stuðning
- Hönnun og þróun vefsíðna
- Viðhald og uppfærslur
- Öryggisafritun og vöktun
- Tæknilegan stuðning og ráðgjöf
Öll þjónusta er veitt samkvæmt þeim áskriftarpökkum sem þú velur og er háð þessum skilmálum.
Skyldur notenda
Sem notandi Karró þjónustunnar samþykkir þú að:
- Veita réttar og nákvæmar upplýsingar um þig og fyrirtækið þitt
- Nota þjónustuna í samræmi við íslensk lög og reglur
- Ekki nota þjónustuna til ólöglegrar starfsemi
- Ekki dreifa spilliforritum eða skaðlegum kóða
- Virða höfundarrétt og hugverkaréttindi annarra
- Halda innskráningarupplýsingum þínum öruggum
- Tilkynna okkur um öryggisbrest eða misnotkun
Við áskildum okkur rétt til að stöðva þjónustu ef þessir skilmálar eru brotnir.
Greiðslur og reikningar
Áskriftargjöld
- Öll verð eru tilgreind án virðisaukaskatts (VSK)
- Áskriftargjöld eru innheimt mánaðarlega fyrirfram
- Greiðslur eru innheimtar sjálfkrafa nema annað sé samið
- Lágmarksbinding við kaup á áskrift er 6 mánuðir
- Við áskildum okkur rétt til að breyta verðlagi með 30 daga fyrirvara
Vanskilagjöld
Ef greiðsla berst ekki á gjalddaga getur þjónusta verið stöðvuð. Vanskilagjöld eru 1,5% á mánuði af ógreiddri upphæð. Kostnaður við innheimtu er á ábyrgð skuldarans.
Endurgreiðslur
Áskriftargjöld eru ekki endurgreidd að hluta. Ef þú segir upp áskrift gildir hún til loka greiðslutímabilsins.
Ábyrgð og ábyrgðartakmarkanir
Þjónustuábyrgð
Við leitumst við að veita áreiðanlega þjónustu en getum ekki ábyrgst að vefsíðan sé alltaf aðgengileg. Markmið okkar er að hafa 99,9% uppitíma á ársgrundvelli.
Takmörkun ábyrgðar
- Ábyrgð okkar takmarkast við mánaðarlegt áskriftargjald
- Við berum ekki ábyrgð á óbeinu tjóni eða tekjutapi
- Notandi ber ábyrgð á öryggisafritun eigin gagna
- Við áskildum okkur rétt til að gera viðhaldsvinnu með fyrirvara
Öryggisafritun
Við gerum reglulegar öryggisafritanir en mælum með að notendur geri sínar eigin afritanir af mikilvægum gögnum.
Uppsögn og lok þjónustu
Uppsögn af þínum hálfu
- Áskrift má segja upp eftir að lágmarksbinding 6 mánaða er liðin
- Uppsagnafrestur er 3 mánuðir
- Uppsögn skal sent á karro@karro.is
- Þjónusta gildir til loka greiðslutímabilsins
- Gögn eru geymd í 30 daga eftir uppsögn
Uppsögn af okkar hálfu
Við áskildum okkur rétt til að segja upp þjónustu með 30 daga fyrirvara ef:
- Notkunarskilmálar eru brotnir
- Greiðslur berast ekki
- Þjónustan er misnotuð
- Ólögleg starfsemi á sér stað
Breytingar á skilmálum
Við áskildum okkur rétt til að breyta þessum skilmálum. Breytingar taka gildi 30 dögum eftir að tilkynning um þær er send á skráð netfang eða birt á vefsíðu okkar.
Ef þú samþykkir ekki breytingarnar getur þú sagt upp áskrift innan 30 daga frá tilkynningu.
Lög og dómstólar
Þessir skilmálar lúta íslenskum lögum. Ágreiningur skal leystur fyrir íslenskum dómstólum.
Ef einhver grein þessara skilmála telst ógild hefur það ekki áhrif á gildi annarra greina.
Hafðu samband
Ef þú hefur spurningar um þessa notkunarskilmála, vinsamlegast hafðu samband við okkur:
Netfang: karro@karro.is
Sími: 537-7990
Fyrirtæki: Novamedia ehf.
Kennitala: 540606-2260