Að stofna vefverslun á Íslandi hefur aldrei verið vinsælara, en mörgum finnst tæknihliðin yfirþyrmandi. Hvaða kerfi á ég að nota? Hvernig tek ég við greiðslum? Hér förum við yfir 4 grunnstoðir sem þú þarft að hafa á hreinu til að opna verslun sem selur.
1. Veldu rétta kerfið
Það fyrsta sem þú þarft að ákveða er hvort þú ætlir að byggja allt frá grunni (sérsmíði) eða nota tilbúna lausn.
- WooCommerce (WordPress): Vinsælasta kerfi í heimi. Þú átt gögnin þín en þarft oft að sjá um uppfærslur sjálf/ur.
- Shopify: Erlent kerfi sem er einfalt í notkun en rukkar oft há færslugjöld og vantar íslenskar tengingar.
- Karró: Íslensk lausn sem sameinar kraftinn úr WordPress og þægindin úr SaaS. Við sjáum um tæknina, þú sérð um söluna.
2. Greiðslugáttir (Hvernig færðu borgað?)
Á Íslandi dugar ekki að vera bara með PayPal. Þú verður að bjóða upp á það sem Íslendingar nota. Gakktu úr skugga um að kerfið þitt styðji:
- Kortafærslur (Teya, Valitor, Rapyd).
- Netgíró og Pei (Mjög vinsælt hjá yngri hópum).
Hjá Karró eru þessar tengingar innbyggðar.
3. Sendingar og flutningar
Lykillinn að ánægðum viðskiptavinum er hröð afhending. Þú vilt kerfi sem getur prentað límmiða sjálfkrafa.
- Dropp: Vinsælasta lausnin í dag vegna hraða og verðs.
- Pósturinn: Nauðsynlegt fyrir landsbyggðina.
- Heimsending samdægurs: Eitthvað sem sífellt fleiri bjóða upp á.
4. Bókhald og sjálfvirkni
Ekki gera reikninga handvirkt. Tengdu vefverslunina við bókhaldskerfið þitt (Payday, DK eða Reglu) svo hver sala skili sér beint inn í bókhaldið. Það sparar þér tugi klukkustunda í hverjum mánuði.
Niðurstaða
Þú þarft ekki að vera forritari til að stofna vefverslun. Með lausn eins og Karró færðu allar þessar tengingar í einum pakka, ásamt sérfræðiaðstoð til að komast í loftið.
