Að reka vefverslun á að snúast um að auka tekjur, ekki að eyða þeim í óþarfa tæknimál. Eftir að hafa aðstoðað hundruð fyrirtækja höfum við tekið saman algengustu mistökin sem nýir verslunareigendur gera.
1. Að vanmeta kostnað við „Apps"
Mörg ódýr kerfi virðast hagstæð í fyrstu (t.d. $29/mán). En þegar þú ert búinn að bæta við appi fyrir bókhald ($20), appi fyrir sendingar ($15) og appi fyrir markaðssetningu ($30) er mánaðargjaldið orðið þrefalt hærra.
2. Að gleyma afritun (Backup)
Það er martröð hvers rekstraraðila: Vefurinn hrynur eða uppfærsla misheppnast og öll gögn tapast. Ódýrar hýsingar taka sjaldan daglega afritun. Hjá Karró er dagleg afritun innifalin í öllum leiðum til að tryggja öryggi þitt.
3. Að eiga ekki gögnin sín
Ef þú byggir verslunina þína á lokuðu kerfi (Proprietary software) getur verið mjög erfitt að flytja sig annað seinna meir. Þú átt í raun ekki kúnnahópinn þinn. Karró byggir á opnum staðli (WordPress), sem tryggir að þú eigir alltaf gögnin þín og getir flutt þau.
4. Að eyða tíma í tæknimál í stað sölu
Hver klukkustund sem þú eyðir í að uppfæra „plugins" eða reyna að laga DNS stillingar er klukkustund sem fer ekki í sölu. Með „Managed" þjónustu eins og Karró sérð þú um reksturinn, en við sjáum um að vélin gangi smurt.
5. Að vera með ósýnilega verslun (SEO)
Fallegasta verslun í heimi selur ekkert ef enginn finnur hana. Gakktu úr skugga um að kerfið þitt sé leitarvélavænt. Karró er byggt með SEO í huga frá grunni, sem hjálpar þér að finnast á Google.
Viltu forðast þessi mistök?
Skoðaðu Vöxtur pakkann okkar, þar sem við innifelum 2 klst. sérfræðiaðstoð á mánuði til að tryggja að þú gerir hlutina rétt frá byrjun.
