Það sem þú sérð er aðeins toppurinn á ísjakanum

Eiginleikar netverslunar í áskriftWordPress & WooCommerce

Karró sér um allt sem liggur undir yfirborðinu – hýsingu, öryggi, tengingar og stuðning. Þú einbeitir þér að sölunni, við sjáum um rest.

Panta áskrift
Skoðaðu einnig útlit og þjónustu eða pantaðu áskrift þegar þú ert tilbúin/n.

WordPress – einfalt og öflugt

Yfir 40% allra vefsíðna í heiminum nota WordPress – og það er ekki að ástæðulausu. Með Karró færðu alla kosti WordPress – án þess að þurfa sérþekkingu.

Einfalt að nota

Uppfærðu texta og myndir sjálf/ur – engin forritun, ekkert vesen.

Sýnileiki á Google (SEO)

WordPress hjálpar vefsíðunni þinni að ná betri árangri á leitarvélum eins og Google.

Öruggt umhverfi

Reglulegar uppfærslur og öflug vörn halda vefsíðunni þinni öruggri og áreiðanlegri.

Fleiri möguleikar

Þúsundir viðbóta til að bæta við virkni – eins og bókunarkerfi, fréttabréf eða samfélagsmiðlartengingar.

Samfélag og stuðningur

Milljónir nota WordPress – sem þýðir mikið af ráðum, lausnum og hjálp ef þú þarft.

Virkar á öllum tækjum

Vefurinn þinn lítur vel út og virkar fullkomlega í síma, spjaldtölvu og tölvu – sjálfkrafa.

Öflugasta vefverslunarkerfið

WooCommerce er mest notaða vefverslunarkerfið í heiminum. Meira en 30% af öllum vefverslunum nota WooCommerce.

Þú ræður útlitinu

Veldu liti, letur og skipulag sem hentar þér. Við hjálpum þér að láta netverslunina líta út eins og þú vilt.

Seldu það sem þú vilt

Vörur, þjónusta, áskriftir eða rafræn gögn – WooCommerce hentar fyrir flest sem hægt er að selja á netinu.

Tækifæri til að vaxa

Með tímanum geturðu bætt við fleiri virkni – t.d. afsláttum, bókhaldstengingu eða endurmarkaðssetningu – með einum smelli.

Innsýn í reksturinn

Sjáðu hvað selst mest, hverjir kaupa og hvernig reksturinn gengur – í rauntíma, allt á einum stað.

Fyrir fleiri markaði

Viltu selja á fleiri tungumálum eða í öðrum gjaldmiðlum? Það er alltaf hægt að bæta við þegar þú ert tilbúin/n.

Byggt á öruggri tækni

WooCommerce keyrir á WordPress sem er öruggur, stöðugur og sífellt uppfærður – með öllum helstu öryggisstöðlum.

Dragðu, slepptu og búðu til – einfalt og öflugt með Elementor

Með Elementor þarftu hvorki forritara né hönnuð. Þú getur sjálf/ur sett upp fallega vefsíðu á örfáum mínútum – alveg eftir þínu höfði.

Einföld hönnun með músinni

Bættu við texta, myndum og hnöppum með því að draga þá beint inn á síðuna. Engin forritun.

Breytingar í rauntíma

Sjáðu strax hvernig síðurnar líta út á meðan þú breytir þeim – án þess að þurfa að vista eða hlaða inn.

Virkar á öllum tækjum

Síðurnar líta vel út í síma, spjaldtölvu og tölvu – og þú getur sérsniðið útlitið fyrir hvert tæki.

Hundruð tilbúinna sniðmáta

Veldu úr fjölbreyttum tilbúnum hönnunum sem þú getur aðlagað að þínu fyrirtæki.

Fljótlegt og létt

Síður sem hlaðast hratt og skila betri upplifun – bæði fyrir gesti og leitarvélar.

Sveigjanleiki fyrir þá sem vilja meira

Þú getur líka bætt við eigin kóða (CSS) ef þú vilt meiri stjórn á útlitinu.

Íslensk aðlögun og þjónusta

Við aðlögum allt að íslenskum aðstæðum og þörfum svo þú getir einbeitt þér að þínum rekstri.

Íslensk þýðing

Íslenskt viðmót. WordPress, WooCommerce og viðbætur eru að fullu þýddar á íslensku. Veldu milli íslensku eða ensku eftir þínum þörfum.

Íslenskur stuðningur

Fáðu hjálp á íslensku frá okkar sérfræðingum sem þekkja íslenskan markað.

Íslensk bókhaldskerfi

Beintengingar við íslensk bókhaldskerfi eins og PayDay, Regla og önnur kerfi.

Íslenskar greiðslugáttir

Tengingar við allar íslenskar greiðslugáttir - Teya, Straumur, Netgíró og Pei.

Íslensk lög og reglur

Vefsíður sem uppfylla íslensk lög um netverslun, persónuvernd og neytendarétt.

Íslensk netföng

Fáðu íslensk netföng með þínu léni og allar nauðsynlegar tölvupóstþjónustur.

Tæknin sér um sig – svo þú þurfir ekki að gera það

Við sjáum um alla tæknilega þætti á bakvið tjöldin. Þú getur einbeitt þér að rekstrinum – við pössum að allt virki eins og það á að gera.

Skýjahýsing

Vefurinn þinn er vistaður í traustu og nútímalegu skýjaumhverfi með 99,9% uppitíma og sveigjanlegri afkastagetu þegar álag eykst.

Örugg tenging (SSL)

Við setjum upp SSL dulkóðun sem tryggir örugga tengingu og bætir stöðu þína í leitarvélum – allt innifalið.

Sjálfvirk öryggisafritun

Vefurinn þinn er sjálfkrafa afritaður reglulega. Ef eitthvað kemur upp á getum við endurheimt hann á augabragði.

CDN hraðdreifing

Við notum dreifikerfi (CDN) til að tryggja að vefurinn þinn hlaðist hratt – sama hvar viðskiptavinir þínir eru staddir.

Vöktun allan sólarhringinn

Við fylgjumst með vefnum þínum dag og nótt, svo við getum brugðist strax við ef eitthvað bregður út af.

Sjálfvirkar uppfærslur

Við hugsum um reglulegar öryggisuppfærslur og viðhald svo vefurinn þinn sé alltaf í toppformi.